Sjöundu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með einum risaleik. Í Ljónagryfjunni fer fram Suðurnesjaslagur þar sem Njarðvík tekur á móti Grindavík.

 

Þessi lið mættust fyrir stuttu á sama stað í Maltbikarnum. Þar hafði Njarðvík sigur 79-75 eftir háspennuleik. Grindavíkur hefur því harma að hefna í Njarðvík í kvöld.

 

Ragnar Nathanaelsson meiddist í síðasta leik Njarðvíkur en er samkvæmt heimildum Karfan.is klár í slaginn. Óvíst er með Dag Kár Jónsson sem meiddist í sigrinum á KR en frekar verður greint frá því í dag á Karfan.is.

 

Tvier leikir fara þá fram í 1. deild karla og einn í 2. deild karla. Fjallað verður um leikina á Karfan.is í dag. Yfirlit yfir leiki dagsins má finna hér að neðan:

 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deild karla:

Njarðvík – Grindavík kl 20:00 í beinni á Stöð 2 Sport

 

1. deild karla:

Hamar – Gnúpverjar kl 19:15 í beinni á Hamar Tíví

ÍA-FSu kl 19:15 í beinni á ÍA TV

 

2. deild karla: 

Stjarnan b – Íþróttafélag Breiðholts kl 19:30