Gnúpverjar mæta grönnum sínum úr Hamri kl. 19:15 í kvöld í 1. deildinni. Fyrir leikinn er Hamar í 5. sæti deildarinnar með 8 stig, en Gnúpverjar í því 7. með 4.

 

Atvik kom upp í leik liðsins gegn Skallagrími þann 3. síðastliðinn sem varð til þess að áhorfandi var rekinn út úr húsi. Í kjölfarið, í þessari viku, fékk aga og úrskurðarnefnd KKÍ málið inn á sitt borð og dæmdi félagið til þess að greiða 20.000 kr. sekt fyrir þetta.

 

Sektina eru Gnúpverjar ekki að fullu sáttir við, en þeir hafa gripið til þess ráðs að setja af stað söfnun fyrir sektinni með sölu á derhúfum sem gilda sem ársmiðar á leiki þeirra, en hægt er að verða sér út um 1000 kr. afslátt af henni með afsláttarkóðanum PASSION, sem virkur verður til 26. næstkomandi.

 

 

 

Úrskurður KKÍ
 

Pistill þeirra á Gnupnation.is