Félagaskiptaglugganum lokar hjá KKÍ á miðnætti í kvöld en eftir það er leikmönnum í meistaraflokkum og unglingaflokkum karla og kvenna óheimilt að skipta um félög. 

 

Liðin hafa í sumar safnað liðum og hafa því ekki nema til kl 23:59 í kvöld að staðfesta hópa sína. Þetta á einnig við um erlenda leikmenn sem skipta í lið hingað en glugginn opnar næst þann 1. janúar. 

 

Í gær sömdu tvö félög í Dominos deild karla við nýja erlenda leikmenn. Þór Þ samdi við DJ Balentine en Jesse Pellot-Rosa hefur ekki náð sér fullkomlega á strik auk þess sem meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir. Í Keflavík sögðu menn nei við vinabæjarjólatrénu í ár en fengu þess í stað leikmann sem leikið hefur með Orlando Magic en þessir bæir eru einmitt vinabæir. 

 

Líkt og í öðrum íþróttum er oft mikil spenna í kringum lok gluggans þar sem óvænt tíðindi og örvænting geta komið til. Karfan.is mun að sjálfsögðu fylgjast vel með fregnum í dag.

 

En mun eitthvað óvænt gerst? En gætu einhver lið skipt um erlendan leikmann og herma heimildir Karfan.is að dregið gæti til tíðinda hjá að minnsta kosti einu félagi í Dominos deildinni. 

 

Ekkert jafnast á við góðan gluggadag. Fylgist með á Karfan.is