Það var rafmögnuð spenna í Laugardalshöllinni þegar að Búlgarir mættu í heimsókn í undankeppni heimsmeistaramótsins.

 

Bæði liðin þurftu nauðsynlega sigur eftir tap í síðustu umferð. Búlgaría tapaði naumlega í fyrsta leik fyrir Finnum 80 – 82 og Ísland tapaði stórt fyrir Tékkum í sömu umferð  89-69.

 

Íslenska liðið hafði endurheimt Bárðardalströllið Tryggva Hlinason sem spilaði ekki gegn Tékkum. Niðurstaðan var grátlegt tap eftir að Ísland var yfir í 38 mínútur, lokatölur 74 – 77.

 

Martin Hermannsson var stigahæstur íslenska liðsins með 21 stig og þá setti Jakob Örn SIgurðarson 18. Þá má líka minnast á þátt Tryggva Hlinasonar sem átti teiginn þær mínútur sem hann spilaði, og varði meðal annars 6 skot. Hjá Búlgaríu var Marinov atkvæðamestur með 18 stig.

 

Ljósmyndarar Karfan.is voru á staðnum og má finna frábær myndasöfn frá þeim hér að neðan:

 

Myndasafn #1 (Davíð Eldur/FIBA)

Myndasafn #2 (Þorsteinn Eyþórsson)