NBA deildin er ný farin af stað, en þó aðeins um 10 leikir af rúmum 80 séu afstaðnir, þá má sjá nokkur teikn á lofti. Í þessari nýjustu útgáfu af NBA podcasti Karfan.is er farið yfir stöðu mála. Hvaða lið séu líkleg til þess að rétta úr slæmu gengi, hvaða lið eru ólíkleg til þess að viðhalda góðu gengi og fleira þar frameftir götunum.

 

Gestur þessarar viku er ekki af verri endanum, ritstjóri NBA Ísland og sérfræðingur Stöð 2 Sport Baldur Beck.

 

Umsjón: Davíð Eldur & Sigurður Orri

 

Gestur: Baldur Beck

 

Yfirlit:

01:10 – Deilur Tim Dog og Eazy E á upphafi tíunda áratugarins

03:40 – Hvað gerir Bledsoe fyrir Milwaukee Bucks?

12:20 – Spurningakönnun

30:30 – Viðstaddir tjá ást sína á Ben Simmons

52:20 – Hvaða lið er að valda vonbrigðum?

1:09:20 – Kraftframherjavandræði Chicago Bulls

1:15:50 – Fara lestarslys 76ers í úrslitakeppnina?