Nýliðar Vals unnu í kvöld öflugan sigur á ÍR í Domino´s-deild karla. Þetta var fyrsti sigur Vals gegn ÍR í Seljaskóla í úrvalsdeildarleik síðan í nóvembermánuði 1997!

 

Lokatölur í kvöld voru 76-91 Val í vil en lokatölurnar í leiknum 1997 voru 79-83 fyrir Val.

 

Urald King var öflugur hjá Val í kvöld með myndarlega tvennu eða 31 stig, 14 fráköst og svo bætti hann við 3 stoðsendingum. Þá var Austin Magnús Bracey með 19 stig og 8 fráköst. Hjá ÍR var Ryan Taylor með 29 stig og 14 fráköst og Danero Thomas 14.