Keflavík hefur gengið frá ráðningu á nýjum bandarískum leikmanni fyrir átökin í Dominos deild karla. Sá heitir Stanley Robinson og er 29 ára, 206 cm framherji með víðtæka reynslu úr heimi atvinnumennskunnar. Eftir að hafa spilað í 1. deild bandaríska háskólaboltans með UConn, hefur Robinson leikið með Rio Grande Valley Vipers og Iowa Energy í Bandaríkjunum, CD Valdiva og Los Leones í Síle, Reales og Mauricio Beez í Dóminíska Lýðveldinu og Montcon í Kanada.

 

Robinson var valinn í annarri umferð NBA nýliðavalsins árið 2010 af Orlando Magic og gerðu þeir eins árs samning við hann. Hjá þeim náði hann hinsvegar ekki að komast að. Þaðan fór hann til Rio Grande Valley Vipers og síðan Iowa Energy í NBA G deildinni þar sem hann lék tímabilið 2011-12.

 

Á síðasta tímabili lék Robinson í Dóminíska Lýðveldinu þar sem hann leiddi lið sitt bæði til meistaratitils sem og var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.

 

Robinson verður kominn til landsins á morgun og verður því með Keflavík í fyrsta skipti þegar liðið heimsækir nýliða Hattar á Egilsstaði komandi fimmtudag.

 

Fyrir var Keflavík með bandaríkjamanninn Cameron Forte sem erlendan leikmann í liði sínu, en hann mun ekki verða með liðinu áfram.

 

 

 

Tilþrif frá Robinson:

Stanley Robinson – FIBA Americas Highlights from Hoops International on Vimeo.

 

Tilþrif frá háskólaárum Robinson: