Skallagrímur sigraði Vestra í hörkuleik 106-96. Eftir flottan fyrri hálfleik Vestra, tóku Skallagrímur gjörsamlega öll völd á vellinum og kláruðu leikinn eins og áður segir, 106-96.

 

Skallar töpuðu sínum fyrsta leik í deild í síðustu umferð leik eftir tap gegn Breiðablik. Vestri er á bullandi siglingu, búnir að vinna 4 í röð.

 

Nokkuð um tíðindi úr báðum herbúðum en bæði lið voru að frumsýni nýja menn.  Skallagrimur komin með glænýjan erlendan leikmann, Aaron Parks og Vestri eru búnir að bæta við Ágústi Angantýssyni.

 

 

Byrjunarlið Skallagríms: Kristófer-Eyjólfur-Kristján-Aaron-Flake.

Byrjunarlið Vestra:  Ingimar-Nebojsa-Nökkvi-Adam-Nemanja.

 

Dómarar kvöldsins: Jóhann Guðmundsson og Guðmundur Ragnar Björnsson. Kátir piltar að sunnan.

 

Fjósið.

 

1.leikhluti.

 

Vestra menn byrjuðu leikinn í svæðisvörn og voru skot Skalla ekki að detta. Nebojsa og Nemanja voru illráðanlegir undir körfunni og skotmenn Vestra fóru að hitna. Skallagrímur náði aðeins að bæta við hitnina og náðu smá stoppum. Eyjó kláraði leikhlutan með bjölluskoti og staðan 22-23 eftir 

 

2.leikhluti.

 

Vestra menn héldu áfram að koma boltanum inn í teig og var leikjaplanið hjá þeim að virka vel. Skotmenn Vestra hittu vel fyrir utan en á meðan voru Skallar ekki að hitta sjóinn frá togararnum. Þegar 3 mín voru eftir af leikhlutanum voru Vestra menn komnir í 34-49 forystu og Skallar tóku leikhlé. Á síðustu 3 mín leikhlutans skoruðu Skallar 15 stig á móti 3. Davíð nokkur Guðmundsson kom með drif kraft af bekknum og setti þrjár þriggjastiga körfur. Staðan í hálfleik 49-52.

 

Tölfræði hálfleiks:

 

Liðin: Bæði lið að skjóta í kringum 50%. Bæði lið með 19 fráköst. Bæði lið með 8 tapaða bolta. Vestri er hinsvegar búnir að fara 15 sinnum á línunna, meðan að Skallar hafa einungis farið 3 sinnum.

Leikmenn: Flake-Davíð og Aaron voru mennirnir fyrir Skallagrím í hálfleiknum. Meðan að Ingimar-Nebojsa og Nemanja sáu um leik Vestra.

 

3.leikhluti.

 

Leikhluti sem var eign Skallagríms. Þeir lokuðu á alla tilburði Vestra undir körfunni og voru mjög fastir fyrir í vörninni. Sókarlega fóru Skallar að keyra upp hraðann og fengu mikið af auðveldum körfum, bæði undir körfu og fyrir utan línuna. Aaron og Davíð fóru fyrir sóknarleik með Eyjó. Skallagrímur kláraði leikhlutan 75-65.

 

4.leikhluti.

 

Skallar byrjuðu leikhlutan af krafti en það gerði einnig Nebojsa fyrir Vestra. Hann svaraði öllum körfum Skallagríms og var eins og segir í laginu“ FUNHEITUR“. Skallar hins vegar gáfu í og með  innkomur af bekknum  og stjörnuleik Eyjólfs kláruðu þeir leikinn 106-96.

 

Stutt skref.

 

Skallagrímur sýndi nýjan leikmann, Aaron Parks, og komst hann vel frá sínu í kvöld. Var reyndar lengi í gang, reyndi full mikið sjálfur en þegar hann áttaði sig á því að hann væri í flottu liði og „PASSING IS FUN“ þá réðu honum engin bönd. Eyjó var geipilega flottur í kvöld. Endaði með 22 stig-14 fráköst og 10 stoðsendingar. Davíð „Gun Gun“ kom með kraft af bekknum og smellti 20 stigum. Einnig verður að nefna Hjalta Ásberg og brýnið Darrell Flake. Komust vel frá þessum leik.

 

Vestri sýndu kraft og skipulag fyrstu 17 mínútur leiksins. Nebojsa hélt þeim á floti sóknarlega, endaði með 37 og einnig tók hann 12 fráköst. Ingimar kom vel frá sínu í fyrri hálfleik og eins Nemanja en þeir týndust í þeim seinni.

 

Upp og áfram!!

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Ingi Gunnarsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson