ÍR heldur áfram á gríðarlegri siglingu í Dominos deild karla en liðið sótti góðan sigur á Þór Þ í kvöld. Leikurinn var hnífjafn nánast allan leikinn. Munurinn var mest 7 stig í öðrum leikhluta Þór Þ í vil. Heimamenn í Þór voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleikog leiddu meirihluta hans þó ÍR hafi aldrei verið langt undan og tekið forystuna nokkrum sinnum.
Sannir skátar bakka sína menn upp! #NÓRÓ _x1f912_ @IR_Korfubolti @HooligansGhetto #Korfubolti pic.twitter.com/MkyIiB6G5z
— Matthías Sigurðarson (@matosig) November 9, 2017
Matthías Orri Sigurðarson sem hefur verið besti maður ÍR ef ekki deildarinnar í byrjun móts er veikur og var ekki með liðinu í kvöld. Það var því ljóst að helsta vopn ÍR væri ekki með og það myndi hafa áhrif á liðið.
Jafnræði var á milli liðanna í seinni hálfleik en 13-2 áhlaup ÍR um miðbik fjórða leikhluta gerði útslagið og kláraði leikinn fyrir ÍR. Lokastaðan 69-77 fyrir ÍR sem vann góðan útisigur og er komið í efsta sæti deildarinnar ásamt Tindastól.
Það verður enginn ISL. Meistari í nóv.
En við kunnum að hvetja og hafa gaman_x1f499_ Áfram ÍR #korfubolti #fannarkjaftur pic.twitter.com/3aXeJHskOs— Bóbó Daníelsson (@bobo93dan) November 9, 2017
Ryan Taylor var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig og 15 fráköst. Þá var Kristinn Marínósson með 19 stig en Hákon Örn Hjálmarsson er mættur aftur á völlinn eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá frá því í júní og var hann með 10 stig.
Hjá heimamönnum var Pellot-Rosa með 18 stig og 12 fráköst en hann tapaði 6 boltum. Halldór Garðar var með 10 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Aðrir leikmenn liðsins fundu sig ekki sóknarlega í leiknum.
Þór Þ fer næst til Sauðárkróks þar sem liðið mætir toppliði Tindastóls eftir viku. Breiðhyltingar fá hinsvegar Valsara í heimsókn sama kvöld.
Þór Þ.-ÍR 69-77 (23-21, 17-21, 16-13, 13-22)
Þór Þ.: Jesse Pellot-Rosa 18/12 fráköst, Halldór Gar?ar Hermannsson 10/4 fráköst/5 sto?sendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Daví? Arnar Ágústsson 6, Adam Ei?ur Ásgeirsson 5, Magnús Breki Þór?ason 3, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Helgi Jónsson 0.
ÍR: Ryan Taylor 22/15 fráköst, Kristinn Marinósson 19/5 fráköst, Danero Thomas 16/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 5/5 fráköst, Ísak Máni Wíum 0, Skúli Kristjánsson 0, Da?i Berg Grétarsson 0/5 sto?sendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Trausti Eiríksson 0.
DJ-inn hér í Þorlákshöfn fór beint úr bófarappi í Á móti sól. Einbeittur brotavilji? #dominos365
— Heimir Gudmundsson (@HeimirGudmundss) November 9, 2017