ÍR heldur áfram á gríðarlegri siglingu í Dominos deild karla en liðið sótti góðan sigur á Þór Þ í kvöld. Leikurinn var hnífjafn nánast allan leikinn. Munurinn var mest 7 stig í öðrum leikhluta Þór Þ í vil. Heimamenn í Þór voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleikog leiddu meirihluta hans þó ÍR hafi aldrei verið langt undan og tekið forystuna nokkrum sinnum. 

 

 

Matthías Orri Sigurðarson sem hefur verið besti maður ÍR ef ekki deildarinnar í byrjun móts er veikur og var ekki með liðinu í kvöld. Það var því ljóst að helsta vopn ÍR væri ekki með og það myndi hafa áhrif á liðið. 

 

Jafnræði var á milli liðanna í seinni hálfleik en 13-2 áhlaup ÍR um miðbik fjórða leikhluta gerði útslagið og kláraði leikinn fyrir ÍR. Lokastaðan 69-77 fyrir ÍR sem vann góðan útisigur og er komið í efsta sæti deildarinnar ásamt Tindastól. 

 

 

Ryan Taylor var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig og 15 fráköst. Þá var Kristinn Marínósson með 19 stig en Hákon Örn Hjálmarsson er mættur aftur á völlinn eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá frá því í júní og var hann með 10 stig. 

 

Hjá heimamönnum var Pellot-Rosa með 18 stig og 12 fráköst en hann tapaði 6 boltum. Halldór Garðar var með 10 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Aðrir leikmenn liðsins fundu sig ekki sóknarlega í leiknum. 

 

Þór Þ fer næst til Sauðárkróks þar sem liðið mætir toppliði Tindastóls eftir viku. Breiðhyltingar fá hinsvegar Valsara í heimsókn sama kvöld. 

 

Þór Þ.-ÍR 69-77 (23-21, 17-21, 16-13, 13-22)Þór Þ.: Jesse Pellot-Rosa 18/12 fráköst, Halldór Gar?ar Hermannsson 10/4 fráköst/5 sto?sendingar, Emil Karel Einarsson 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Daví? Arnar Ágústsson 6, Adam Ei?ur Ásgeirsson 5, Magnús Breki Þór?ason 3, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Helgi Jónsson 0. 


ÍR: Ryan Taylor 22/15 fráköst, Kristinn Marinósson 19/5 fráköst, Danero Thomas 16/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 5/5 fráköst, Ísak Máni Wíum 0, Skúli Kristjánsson 0, Da?i Berg Grétarsson 0/5 sto?sendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0, Trausti Eiríksson 0.