Leikmaður Skallagríms í Dominos deild kvenna, Fanney Lind Thomas, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ástæðuna segir Fanney vera vegna höfuðhöggs sem hún hlaut í leik liðsins gegn Val þann 11. október síðastliðinn, en hún hefur ekkert tekið þátt síðan.

 

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Skallagrím, en Fanney var mikilvægur hluti liðs þeirra sem hafði í byrjun tímabils verið að skila 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

 

Fanney, sem upphaflega er úr Hamar, hefur ásamt Skallagrím leikið með Fjölnir, Val og Þór Akureyri.