Fjórir leikir fara fram í Euroleague í dag og mikið um áhugaverðar viðureignir. Núverandi evrópumeistarar Fenerbache heimsækja Moskvu þar sem efsta liðið í deildinni CSKA Moscow tekur á móti þeim. Liðin bæði eru mjög sterk en CSKA hefur einungis tapað einum leik í deildinni hingað til en Fencebache er á fínu skriði þessa dagana. 

 

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia mæta öðru spænsku liði er þeir mæta Barcelona. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni og verður fróðlegt að fylgjast með. 

 

Tveir aðrir leikir eru í þessari áttundu umferð Euroleague í ár. Tveir leikir eru í beinni útsendingu á Sport TV. 

 

Leikir dagsins í Euroleague: 

 

CSKA Moscow – Fenerbache Dogus kl 17:00 í beinni á Sport TV.

 

Olympiakos – Crvena Zvezda kl 19:00

 

Olimpia Milan – Brose Bamburg kl 19:45

 

Valencia – Barcelona Lassa kl 20:00 í beinni á Sport TV.