Sjónvarpsstöðin Sport TV hefur tryggt sér sýningarrétt á Euroleague. Deildin er nokkurskonar Meistaradeild evrópu en bestu félagslið evrópu taka þátt í keppninni. 

 

Keppnin hefur verið gríðarlega vinsæl um Evrópu um áraraðir og er nú loks aðgengileg á Íslandi. Samkvæmt yfirýsingu Sport TV hefur stöðin tryggt sér sýningarétt á keppninni til næstu þriggja ára. Stefnt er á að sýna frá leikjum á fimmtudögum og föstudögum í vetur. 

 

Fyrsta útsendingin er í kvöld þegar Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia mæta Armani Milan kl 19:45. Á fimmtudag verður sýnt frá leik Khimkhi Moscow og Maccabi Tel Aviv auk leiks spánarslagsins Real Madrid og Unicaja Madrid. Á föstudag er síðan risaleikur þegar CSKA Moskva mætir núverandi evrópumeisturum Fenerbache. Síðar um kvöldið er síðan annar spánarslagur þar sem Valencia leikur gegn Barcelona Lassa. 

 

Sport TV er á rás 13 í myndlyklum Símans og nr 23 í myndlyklum Vodafone. Stöðin er í opinni dagskrá og því algjörlega magnað tækifæri fyrir áhugamenn um körfubolta að fylgjast með hágæða körfubolta. 

 

Nánar má lesa um Sport TV hér.