Leikstjórnandinn öflugi Embla Kristínardóttir er farin úr herbúðum Grindavíkur í 1. deild kvenna. Eftir að hafa fallið niður í deildina á síðasta tímabili og misst þó nokkuð af leikmönnum í sumar hefur Embla verið frábær fyrir liðið sem nú er í öðru sæti 1. deildarinnar. Skorað 21 stig, tekið 12 fráköst og gefið 5 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hún hefur spilað. Þá leiðir hún alla leikmenn fyrstu deildarinnar í framlagi með 27.2 í leik.

 

Í spjalli við Körfuna sagði Embla ástæðu brottfarar sinnar vera þá að hana og spilandi þjálfara liðsins, Angela Rodriguez, hafi ekki komið saman og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að stíga til hliðar.

 

Varðandi hvað hún ætlaði að gera í framhaldinu sagði hún ekkert staðfest í þeim efnum. Ljóst er að leikmaður á kalíberi Emblu myndi gera mikið fyrir öll lið á Íslandi, svo að áhugavert verður að sjá hver lendingin verður.