Heil umferð fer fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Leikið er í sjöundu umferð en miðað við úrslit síðustu vikna má búast við einhverju óvæntu í kvöld. 

 

Nágrannaslagurinn El Clasico fer fram í Keflavík er heimakonur fá Njarðvík í heimsókn sem eru enn að leita af sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Valur fær Stjörnuna í heimsókn en liðin hafa farið vel af stað en áhugavert verður að fylgast með viðureign erlendu leikmanna liðanna. Þær Danielle Rodriquez leikmaður Stjörnunnar og Alexandra Petersen leikmaður Vals eru par utan vallar en mætast nú innan vallar. Þær voru gestir í Podcasti Karfan.is í vikunni þar sem þær fóru nánar út í þessa viðureign sína. 

 

Í Borgarnesi getur Skallagrímur fylgt eftir góðum sigri í síðustu umferð er Haukar mæta í heimsókn. Að lokum geta Blikar sótt þriðja sigurleik sinn í röð er liðið tekur á móti Snæfell í Smáranum. 

 

Fjallað verður um alla leiki kvöldsins á Karfan.is í kvöld .

 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deild kvenna:

 

Skallagrímur – Haukar – kl. 19:15

 

Keflavík – Njarðvík – kl. 19:15 

Breiðablik – Snæfell – kl. 19:15 

Valur – Stjarnan – kl. 19:15 í beinni á Stöð 2 Sport