Nýliðar Ármanns tóku á móti Fjölni í 1. deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað í íþróttahúsi Kennaraháskólans en að loknum fyrsta fjórðungi leiddi Fjölnir með 7 stigum, 10-17. Næstu tveir leikhlutar voru eign gestanna sem héldu Ármanni í 6 stigum í hvorum fjórðungi fyrir sig og Fjölnir komnar með þægilega 49 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Fór svo að Fjölnir sigraði leikinn örugglega, 39-89. 

Stigahæst í liði Fjölnis var Erla Sif Kristinsdóttir með 18 stig, McCalle Feller skoraði 13 stig og tók 9 fráköst og Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoraði 12 stig og tók 7 fráköst. 

Hjá Ármanni var Sigrún Guðný Karlsdóttir stigahæst með 11 stig, Arndís Þóra Þórisdóttir skoraði 8 stig og tók 5 fráköst og Jelena Tinna Kujundzic skoraði 6 stig og tók 7 fráköst. 

Fjölnir situr nú í 3. sæti deildarinnar með 4 sigra í 6 leikjum, jafnmarga sigra og KR og Grindavík sem sitja í 1. og 2. sæti en eiga leiki til góða. Ármann vermir neðsta sæti deildarinnar, er tveimur stigum á eftir ÍR og Hamri en Breiðhyltingar sóttu sín fyrstu stig í kvöld með sigri á Hamri í Hveragerði.  

Tölfræði leiks

Myndasafn úr leik

Ármann: Sigrún Guðný Karlsdóttir 11, Arndís Þóra Þórisdóttir 8/5 fráköst, Jelena Tinna Kujundzic 6/7 fráköst, Arndís Úlla B. Árdal 4/5 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Bjarnfríður Magnúsdóttir 3/6 fráköst, Kristín Alda Jörgensdóttir 3/7 fráköst, Arna Dís Heiðarsdóttir 0, Hildur Lovísa Rúnarsdóttir 0, María Björk Ásgeirsdóttir 0. 

Fjölnir: Erla Sif Kristinsdóttir 18, McCalle Feller 13/9 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 12/7 fráköst, Rakel Linda Þorkelsdóttir 11, Berglind Karen Ingvarsdóttir 10, Margrét Ósk Einarsdóttir 6, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Margrét Eiríksdóttir 4/5 stoðsendingar, Fanndís María Sverrisdóttir 4/6 fráköst, Snæfríður Birta Einarsdóttir 4, Elísa Birgisdóttir 1, Guðrún Edda Bjarnadóttir 0/5 fráköst.