Pavel Ermolinskij var á meðal efnilegustu leikmanna Evrópu á sínum yngri árum og samdi ungur við stórlið Unicaja Malaga. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Albert Camus í stjórn Guðmundar Björns Þorbjörnssonar á Rás 2 er Pavel meðal gesta þar sem hann gerir upp þessi ár og þá stefnu sem ferill hans tók. 

 

Pavel segir meðal annars frá því að hann hafði þurft að "láta efnilega Pavel deyja og við það varð til nýr Pavel“. Hann segir einnig að hann sé ánægður með ákvöðrunina en Pavel hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla í gegnum tíðina. 

 

Þennan áhugaverða þátt má finna inná heimasíðu RÚV og þáttarins hér. Einnig er hægt að finna þáttinn á Podcast appinu í App Store. Körfubolta- og íþróttaáhugamenn auk þeirra sem hafa gaman af heimspeki eða menningu ættu ekki að láta þennan þátt fram hjá sér fara frekar en aðra þætti í þessari seríu.