Í kvöld hefst keppni í Domino´s-deild kvenna á nýjan leik eftir landsleikjahlé og verður heil umferð á boðstólunum þar sem allir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Þetta er áttunda umferð deildarinnar og fyrir leiki kvöldsins eru það Valskonur sem tróna á toppnum með 12 stig en fast á hæla þeirra koma Haukar með 10 stig og svo Stjarnan og Skallagrímur í 3.-4. sæti með 8 stig.
Leikir kvöldsins í Domino´s-deild kvenna, 19:15:
Stjarnan – Haukar
Skallagrímur – Njarðvík
Keflavík – Snæfell
Breiðablik – Valur
Mynd/ Bára Dröfn – Kristrún og Valskonur mæta Blikum í Smáranum í kvöld.