Þór í Þorlákshöfn hefur samið við bandaríkjamanninn DJ Balentine um að leika með þeim í Dominos deildinni. Balentine er 24 ára, 191 cm hár bakvörður sem lék síðast fyrir Den Bosch í Hollandi. Þar áður hafði hann verið á mála hjá Pieno Zvaigzdes Pasvalys í Litháen eftir að hann lék fjögur ár með bandaríska 1. deildar háskólaliði Evansville árin 2012-16.

 

 

Fyrir var Þór með Jesse Pellot Rosa sem erlendan leikmann í liði sínu. Hann snéri sig á ökkla fyrir mánuði síðan, en hefur leikið síðustu þrjá leiki meiddur.

 

 

Samkvæmt þjálfara liðsins, Einar Árni Jóhannssyni: 

 

"Hann (Pellot Rosa) fór í sprautu í gær og er ekki leikfær í dag. Við erum einfaldlega að meta stöðuna á þessu þar sem bati hefur verið lítill. Við erum búnir að semja við nýjan mann í ljósi stöðunnar og hann er væntanlegur á næstu dögum. Að þessu sögðu liggur ekki fyrir með hvaða hóp við mætum með norður á fimmtudag"

 

 

Mynd: Balentine í leik með Evansville gegn liði Drake þar sem að leikmaður Tindastóls, Chris Caird lék áður.

 

 

Nokkur tilþrif frá Balentine:

 

Hérna getur þú lært að setja Balentine saman í NB2K: