Erlendi leikmaður ÍA Derek Shouse hefur yfirgefið liðið og leikið sinn síðasta leik í bili. Shouse sem er á sínu öðru tímabili hjá Skagamönnum heldur heima vegna meiðsla á læri. 

 

Hann sleit vöðva aftan á læri og óskaði sjálfur eftir því að fara til sinna heimahaga meðan meiðslin myndu gróa. ÍA varð við ósk hans en samkvæmt Facebook síðu ÍA er hans sárt saknað, bæði sem liðsfélaga og þjálfara yngri flokka. 

 

Derek hefur leikið 30 leiki fyrir félagið og var með 25,1 stig, 9,6 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það vænkast ekki hagur Skagamanna með þessum fréttum en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með 0 stig og hafa tapað leikjum ansi stórt. Auk þessara meiðsla missti liðið lykilmann sinn Áskell Jónsson til nágrannana í Skallagrím fyrir stuttu. 

 

Derek Shouse er sonur Danny Shouse sem gerði garðinn frægan með Njarðvík og Ármann hér á árum áður. Því er spurning hvort við fáum að sjá þennan Íslandsvin aftur á landinu þegar hann hefur náð sér af meiðslum sínum.