Darri Freyr Atlason þjálfari Vals eftir sigur á Stjörnunni

 

Hvað vann leikinn í dag?

Bara stóru skotin í lokin, tryggðu það að við enduðum með fleiri stig en þær. Mér fannst við samt ekki góðar í seinni hálfleik.

Haddý átti mjög góðan leik fyrir ykkur, setti 5 af 8 í þristum fyrir ykkur, var mjög beitt. Var hún bara svona góð í þessum leik eða megum við búast við meiru?

Hún er búin að sýna það hingað til. Hún er að skora 16 stig að meðaltali í leik áður en hún kemur inn í þennan þannig að hún er bara alvöru leikmaður. Leiðtogi í okkar liði sóknarlega, við erum líka að fá gott framlag frá henni í vörninni sem er nýtt fyrir hana að einhverju leyti. Við erum bara ógeðslega stolt af henni og það eina sem er að skila þessu fyrir hana er vinna, hún var dugleg að æfa í sumar og er að nálgast þetta tímabil eins og atvinnumaður.

Þið fáið núna góðar tvær vikur til að undirbúa ykkur fyrir næsta leik. Er eitthvað sérstakt sem að þið ætlið að vinna í?

Við ætlum að fara með þessar tvær vikur eins og við gerðum síðustu þrjár vikurnar áður en tímabilið hófst, ætlum að hlaupa og koma aftur inn í betra formi en hinar, hressar og kátar og vel drillaðar.