Áttunda umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum. Þetta voru fyrstu leikirnir í deildinni eftir nærri þriggja vikna landsleikjahlé.
Ekki mátti miklu muna að Njarðvík næði í sinni fyrsta sigur í Borgarnesi en liðið leiddi fram í þriðja leikhluta. Skallagrímur náði þó í sigur að lokum. Svipað var uppá teningnum í Keflavík þar sem Snæfell leiddi þegar lítið var eftir en heimakonur knúðu fram sigur með góðum endasprett.
Breiðablik vann góðan sigur á Val í háspennuleik sem þýddi að Haukar gátu komist að hlið Vals á toppi deildarinnar. Danielle Rodriquez leikmaður Stjörnunnar tryggði hinsvegar sigur á Haukum á vítalínunni rétt áður en tíminn rann út.
Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins síðar í kvöld á Karfan.is.
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild kvenna: