Skallagrímur sigraði Hauka í Borgarnesi í æsispennandi leik, 68-65. Leikurinn var í járnum í seinni hálfleik en það var Carmen Tyson-Thomas sem sá um að klára leikinn. Vel studdar úr stúkunni(í seinni hálfleik) unnu þær frábæran sigur og eru því komnar með 8 stig en Haukar eru en með 10 stig.

 

Skallagrímur-Haukar áttust við í 7.umferð Dominos deildar kvenna. Leikið var í hinu fræga Fjósi, Borgarnesi.

Dómarar leiksins ekki af verri endanum. Sigmundur Herbertsson, Ísak Kristinsson og Jakob Ísleifsson. Taka sig vel út á parketinu og eru í ný strauðum buxum. Geggjaðir!

Liðin eru í 2.sæti(Haukar) og 4.sæti(Skallagrímur)

Byrjunarlið Skallagríms: Carmen-Sigrún-Guðrún-Jóhanna-Heiðrún.

Byrjunarlið Hauka: Helena-Cherise-Þóra-Rósa-Þórdís.

 

1.leikhluti. 

 

Leikhluti áhlaupa!!

 

Eftir að Haukar komust í 0-11, tók Skallagrímur leikhlé og Senior Ricardo lét Skallagríms stelpur heyra það. Skalla stelpur tóku þá „Hlaup“ með Carmen fremsta í flokki og skoraði hún næstu 9 stig í 11-0 „Hlaupi“,  á meðan að Hauka stelpur hittu ekki vatnið á bátnum. Skalla stelpur fóru að keyra meira á körfuna og uppskáru fleiri víti. Carmen kláraði leikhlutan með flautukörfu og staða 19-20, Haukum í vil.

 

2.leikhluti.

 

Borgari í hálfleik?

 

Miklu meiri barátta, mistök, hamborgaralykt og léleg hittni einnkendi  2. Leikhluta. Baráttan var öll Skallagríms og voru þær mun grimmari í fráköstum sem og voru mun áræðnari að fara á körfuna. Hauka stelpur voru ekki að hitta úr galopnum „sniðskotum“ og þær skorðuðu einunigs 6 stig í leikhlutanum. Skallagrímur hins vegar settu 12 stig. Staðan í hálfleik 31-26, Skallagrím í vil.

 

Tölfræðin í hálfleik hjá liðunum er mjög svipuð. Hjá leikmönnum er Carmen komin með 19 stig-9 fráköst og Heiðrún með 7 stig. Hjá Haukum er það Helena með 10 stig-10 fráköst og Cherise með 10 stig

 

 

3.leikhluti.

 

Barátta!!!

 

Haukarnir byrjuðu að pressa og við það opnaðist leikurinn. Hraðinn var meiri, liðin fóru að finna körfuna og meiri stemming byrjaði að myndast. Haukar, með Cherise og Helenu að draga vagninn fóru að síga fram úr en Carmen neitaði að hleypa Hauka stúlkum langt fram úr.

Staðan eftir 3.leikhluta 50-51.

 

4.leikhluti.

 

Rússibani!!

 

4.leikhluti var ein stór rússibana ferð. Liðin voru að skiptast á körfum, skiptast á að komast yfir og buðu upp á geggjaða skemmtun. Stór skot voru sett niður í lokin og var það Carmen sem kláraði leikinn. Var að brjóta niður varnir Hauka og setja niður rosalega erfið skot. Haukarnir hefðu getað tekið leikinn í lokin. Fengu tvö opin skot en þau duttu ekki í dag og því  Stór sigur hjá Skallagrím!!

 

Tölfræði. 

 

Liðin mjög svipuð í tölfræði þáttum.

Carmen setti í eina tvennu: 41 stig-19 fráköst. Sigrún Sjöfn 9 stig- 10 fráköst-4 stoð-4 stolnir fyrir Skallagrím.

Helena einnig með tvennu: 20 stig-16 fráköst-4 stoð. Cherise einnig með tvennu: 23 stig-10 fráköst og Rósa með 14 stig-6 fráköst.

 

Upp og Áfram!!!!

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson