Jimmy Butler leikmaður Minnesota Timberwolves kom til liðsins í sumar í skiptum frá Chicago Bulls þar sem hann hefur verið síðan hann kom í deildina árið 2011. Viðskilnaðurinn frá Bulls var greinilega ekki í mjög góðu og virðist sem hann hafi ekki verið mikill aðdáandi Fred Hoiberg þjálfara liðsins. 

 

Sam Alipour blaðamaður ESPN vildi gera upp þessa síðustu daga Butler hjá Chicago og fór nokkuð óhefðbundna leið að því. Hann bauð Jimmy Butler á Kanó og í útilegu á meðan þeir ræddu málin. Það er nokkuð ljóst að Butler hefur ekki verið í skátunum og ætti að halda sig við körfuboltann miðað við frammistöðuna á Kanónum. 

 

Í viðtalinu segir hann meðal annars frá því að hann hafi merkt endurkomuna í Chicago á dagatalið sitt. Stórskemmtilegt viðtal ESPN við Butler má finna hér að neðan en meira má lesa hér.