ÍA og Breiðablik mættust í kvöld á Vesturgötunni á Akranesi.  Hlutskipti liðanna í deildinni hingað til var ólíkt, Breiðablik að berjast á toppnum á meðan ÍA er í harðri botnbaráttu.  Skagamenn mættu frekar vængbrotnir til leiks en mikið hefur gengið á í leikmannamálum hjá liðinu síðustu daga og sér ekki fyrir endan á því.  Breiðablik gekk á lagið og landaði þægilegum sigri 45-75.

 

Þáttaskil

Þegar lokatölur leiksins eru skoðað er merkilegt til þess að hugsa að fyrsti leikhlut fór 11-18, annar leikhluti fór 12-16 og fjórði leikhluti fór 17-19.  Allir leikhlutarnir duttu Breiðabliks megin en þáttaskilin voru þriðji leikhluti þar sem Breiðablik gersigraði ÍA 5-22.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Bæði lið spiluðu á mörgun leikmönnum þannig að erfitt er að velja einhvern einn sem mann leiksins en Jeremy Herbert Smith átti mjög góðan leik þær 26 mínútur sem hann spilaði og skilaði 26 stigum og 12 fráköstum.

Eins og 45 stig ÍA gefa til kynna þá var fátt um fína drætti í skoruðum stigum einstaklinga og var Sigurður Rúnar stigahæstur heimamanna með 10 stig.  Nánari tölfræði leiksins má nálgast hér.

 

Kjarninn
Eins og áður segir þá mætti ÍA með breytt lið til leiks í dag og vantaði sárlega leikstjórnanda.  Derek Shouse er meiddur og óljóst með framhaldið hjá honum, Áskell Jónsson farinn í Skallagrím, Axel Elvarsson er meiddur þannig að það voru góð ráð dýr hjá heimamönnum í að koma upp með boltann.  Breiðablik ákvað því að pressa á ÍA þegar þeir komu upp með boltann sem skilaði sér í því að ÍA tapaði boltanum 20 sinnum í leiknum.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / HGH