Tindastóll hefur samið við bandaríkjamanninn Brandon Garrett um að leika með félaginu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla. Garrett er 27 ára, 206cm kraftframherji sem leikið hefur sem atvinnumaður á Spáni og í Sviss síðustu fjögur tímabil.

 

Samkvæmt frétttilkynningu Tindastóls verður leikmðurinn kominn til lndsins á miðvikudaginn næsta og mun hann því taka þátt í næsta leik þeirra þar á eftir ef að pappírsmál hans eru öll í lagi.

 

Fyrir hafði félagið verið með Antonio Hester sem erlendan leikmann í sínu liði, en hann ökklabrotnaði í síðustu umferð gegn Keflavík og mun verða frá næstu 3 mánuðina. Hester hafði það sem af er tímabili skilað 23 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

 

Tindastóll er sem stendur í efsta sæti deildarinnar, ásamt eina liðinu sem þeir hafa tapað fyrir í vetur, ÍR. Næsti leikur þeirra er gegn Þór komandi fimmtudag heima á Sauðárkróki.