Skallagrímur og Hamar/FSU( HamSu) áttust við í Fjósinu í Borgarnes í kvöld. Leikið var í drengjaflokki.

 
 
Dómarar leiksins voru heldur betur ekki af verri endanum. Þorkell Már Einarsson og goðsögnin Eiður Sigurðsson. Geggjað tvíeyki á ferðinni.
 
 
Skallar byrjuðu leikinn með miklum látum. Voru að pressa hátt og með miklum látum, gleði og hávaða, kláruðu þeir leikhlutan 33-11.
 
 
Í öðrum leikhluta komust HamSu drengir aðeins inn í leikinn en Skallar hræktu í lófa Cher og leiddu í hálfleik, 51-31.
 
 
Þriðji leikhluti var eign Skalla. Þeir keyrðu upp hraðan og leiddu örugglega fyrir síðasta leikhlutan, 79-42.
 
 
Fjórði leikhluti var svo formsatriði fyrir Skalla þar sem allar leikmenn voru að spila og koma með framlag. Öruggur sigur Skallagríms, 94-64.
 
Umfjöllun og myndir / Hafþór Ingi Gunnarsson