Þremur leikjum er lokið í Maltbikarnum í dag. Tveir í Maltbikar karla og einn í Maltbikar kvenna en einn leikur er í kvöld þegar Njarðvik fær Stjörnunna í heimsókn. 

 

Reykjavíkurfélögin KR og ÍR komust áfram í átta liða úrslit Maltbikar karla með ansi öruggum sigrum á 1. deildar félögum. ÍR sló Snæfell út í Breiðholtinu og KR fékk Vestra í heimsókn og vann sannfærandi sigur. 

 

Hauka féll úr leik gegn Breiðablik fyrr í dag en sá leikur var í beinni á RÚV. Nýliðar Breiðabliks hafa því unnið sterkt lið Hauka tvisvar í röð í Smáranum og virðist einhver Blikagrýla vera í Hafnarfirði. 

 

Þar með er ljóst hvaða sjö lið eru komin í átta liða úrslit, það er öllum leikjum í þessari umferð er lokið fyrir utan leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í kvöld. Skallagrímur, Keflavík, Breiðablik og Snæfell eru komin áfram en ÍR, KR og Valur sátu hjá í þessari umferð. 

 

Haukar, Breiðablik, ÍR og KR eru komin áfram í átta liða úrslit Maltbikars karla en fjórir leikir fara fram annað kvöld til að ljúka þessari umferð. 

 

Úrslit dagsins.

 

Maltbikar karla.

 

KR 115-78 Vestri

ÍR 99-76 Snæfell

 

Maltbikar kvenna.

Breiðablik 70-66 Haukar

 

 

Mynd / Bjarni Antonsson