Í Smáranum tók Breiðablik á móti Val í áttundu umferð Dominos deildar kvenna. Liðin á sitthvorum enda töflunar, Valur í efsta sæti en Breiðablik í því sjöunda og næst neðsta. Þrátt fyrir það munar ekki miklu á liðunum og Breiðablik náð í góða sigra heima. Því var von á spennuleik í Kópavogi. 

 

Gangur leiksins: 

 

Valskonur voru mun sterkari í byrjun. Varnarleikur þeirra grjótharður en Blikar settu ekki körfu í rúmar sex mínútur í fyrsta leikhluta. Munurinn var mestur 12-2 gestunum í vil sem þú tókst ekki að ganga á lagið og koma sér í enn betri forystu. Blikum tókst hægt og rólega í öðrum leikhluta að nálgast Valskonur með fínum varnarleik og góðum ákvarðanatökum í sókninni. Staðan í hálfleik var 38-38.

 

Heimakonur væri einfaldlega mun ákveðnari í byrjun seinni hálfleik. Liðið setti góðar körfur og varðist mjög vel á hálfum velli. Full margir tapaðir boltar hjá Blikum og einbeitingar leysi í lok skotklukku varnarlega kom í veg fyrir að liðið næði góðri forystu. Það skal ekki tekið af Val að liðið komst í betri takt þegar leið á þriðja leikhlutann en sóknarleikurinn var tilviljanakenndur. 

 

Gríðarleg spenna var í loka leikhlutanum þar sem liðin skiptust á forystunni. Breiðablik leiddi með tveimur stigum þegar um mínúta var eftir. Alexandra Petersen jafnaði í næstu sókn og upphófst æsispennandi lokamínúta. Ivory Crawford setti tvö víti þegar hálf mínúta var eftir og þrátt fyrir tilraunir Vals til að jafna eða komast yfir stóð vörn Blika vel og 74-72 sigur staðreynd. 

 

 

Hetjan:

 

Ivory Crawford var stigahæst með 23 stig í leiknum og tók auk þess 6 fráköst. Ísabella Ósk og Marín Laufey voru fínar undir körfunni og Lovísa Falsdóttir setti góðar körfur er hún kom af bekknum. Liðsvörnin skóp þó sigurinn og baráttan í Smáranum. 

 

Kjarninn: 

 

Breiðablik er heldur betur að gefa spámönnum langt nef og eru að vinna stóra leiki á heimavelli. Liðið hefur nú unnið Keflavík, Hauka og Val í Smáranum sem öll eru líkleg til að berjast um titilinn. Liðsheildin er greinileg í liðinu og vörnin sterk þegar allt smellur. Enn vantar nokkuð uppá stöðugleika og breidd í liðinu en þeir leikmenn sem komu af bekknum mega eiga að þeir skildu allt eftir af bekknum. 

 

Valur tapaði öðrum leik sínum á tímabilinu í kvöld. Liðið býr yfir mikilli breidd en þeir leikmenn sem komu af bekknum voru einfaldlega ekki eins grimmir og byrjunarliðsmennirnir í leiknum. Liðið á enn nóg inni en leikmenn verða að halda áfram að berjast og halda trúnni líkt og það gerði í fyrstu umferðinni í deildinni. 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Bjarni Antonsson) 

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Ólafur Þór Jónsson

 

Myndir / Bjarni Antonsson