Birna Eiríksdóttir leikmaður ÍR eftir sigur gegn Ármanni í framlengingu.

 

"Ég var bara búin að ákveða að ég ætlaði að setja hann niður." sagði Birna eftir að hún setti lokaskotið í framlengdum leiktíma til að vinna Ármann 54-52. Henni fannst liðið hafa byrjað leikinn illa og verið hálf slappar en með því að halda haus og klára leikinn rétt þá hafi þær unnið í kvöld.

Hún hafði tekið 8 þriggja stiga skot og ekki hitt úr einu einasta þeirra fyrir seinasta skotið en tók það án þess að hika og kvaðst hafa verið að hugsa allan tímann "Bara ekki hætta að skjóta!"

Næst eiga ÍR-ingar heimaleik við Fjölni og Birna segir að þær mæti tilbúnar, eigi fullt inni og ætla að fara skila því sem þær eru að gera á æfingum inn í næstu leiki. "Við getum alveg miklu meira."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.