Ísland hóf leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer árið 2019. Andstæðingarnir í dag voru Tékkar en leikið var ytra. 

 

Tékkar unnu leikinn 89-69 en þeir leiddu nánast allan tímann. Skotnýting Íslands var ekki nægilega góð og reyndist það dýrt að lokum. 

 

Þjálfarar og leikmenn beggja liða mæta á blaðamannafund strax eftir leik og má sjá hann í beinni útsendingu hér að neðan. Ítarlegri viðtöl eru væntanleg á Karfan.is síðar í kvöld.