Gnúpverjar tóku á móti Skallagrím í Kórnum í kvöld í 1. deild karla. Gnúpverjar höfðu unnið tvo leiki í röð fyrir þennan en Skallagrímur var ósigrað í deild og því í efsta sæti. 

 

Það var bara eitt lið á vellinum í fyrsta leikhluta. Skallagrímsliðið gerði líkt og í síðasta leik sínum og keyrði hraðann upp í leiknum. Liðið keyrði mikið í bakið á Gnúpverjum sem áttu greinilega að hlaupa mikið. Þetta gekk vel hjá Skallagrím í fyrsta leikhluta sem liðið vann 40-20. 

 

Gnúpverjar börðust vel og hitti fremur vel í öðrum leikhluta. Skallagríms liðið var þó alltaf betra liðið og ótrúleg flautu þriggja stiga karfa frá Davíð Guðmundssyni kom þeim í 42-67 forystu þegar liðin héldu til hálfleiks. 

 

Gnúpverjar mættu algjörlega trylltir til leiks í seinni hálfleikinn. Liðið barðist og lét finna fyrir sér í leikhlutanum. Þeim tókst að pirra leikmenn Skallagríms og koma þeim úr takt sem skilaði sér í því að þriðji leikhluti fór 38-21 fyrir Gnúpverjum og allt eins líklegt að leikurinn yrði í járnum í lokinn. 

 

Munurinn var minnstur átta stig 88-80 en eftir það tókst Skallagrím endanlega að slíta sig frá Gnúpverjum og trygga sigurinn. Gnúpverjar áttu ekki meiri orku eftir á tanknum eftir hetjulega baráttu í þriðja leikhluta og unnu Skallagrímur því að lokum 96-110 sigur. 

 

Zac Carter og Eyjólfur Ásberg Halldórsson voru sterkir fyrir Skallagrím í kvöld en hjá Gnúpverjum var Everage Richardsson langöflugastur en einnig var Þórir Sigvaldason sterkur. Tölfræði leiksins virðist ekki vera rétt og því líklegt að það þurfi að gera hana aftur.

 

Ljósmyndari Karfan.is var á staðnum og má sjá myndasafn úr leiknum hér. 

 

 

Viðtöl eftir leik: