Tímabilið fer ekki vel af stað hjá ÍA í 1. deild karla í þetta skiptið. Eftir fimm leiki í deildinni er liðið enn án sigurs og situr á botni deildarinnar ásamt liði FSu.

 

Ekki nóg með að árangurinn inná vellinum sé slakur heldur eltur ólukkan liðið utan vallar. Í ljós kom á dögunum að erlendi leikmaður liðsins Danny Shouse hefði rifið vöðva aftan í læri og yrði að öllum líkindum frá í að minnsta kosti 2. mánuði. Frá þessu greina Skagafréttir. Auk þess hefur Fannar Helgason verið tæpur vegna meiðsla síðustu misseri. 

 

Ekki nóg með það heldur hefur einn leikreyndasti leikmaður liðsins Áskell Jónsson ákveðið að söðla um. Hann hefur samið við nágrannana í Skallagrím og mun því snúa aftur til félagsins. Áskell lék með Skallagrím síðast árið 2008 og nokkur ár þar á undan. 

 

Í frétt Skessuhorns um félagaskiptin segist Finnur Jónsson vera hæstánægður með komu Áskells í liðið:  „Ég er mjög ánægður að fá Áskel til liðs við okkur. Hann kemur með aukna dýpt í liðið og dýrmæta reynslu. Áskell er frábær strákur og góður körfuboltamaður,“