Framherji Snæfells, Andrea Björt Ólafsdóttir, verður frá keppni næstu sex vikurnar. Andrea meiddist upphaflega í leik gegn Haukum þann 11. október síðastliðinn. Spilaði með liðinu síðan þá, en eftir að í myndatöku kom í ljós að hún væri bæði með slitin liðbönd og beinbjúg, hefur nú verið tekin sú ákvörðun að hún verði frá.

 

Andrea hefur skilað 4 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 7 leikjum með Snæfelli það sem af er tímabili, en liðið heimsækir Keflavík í TM Höllina í kvöld kl. 19:15 í 8. umferð Dominos deildar kvenna.