Íslenska landsliðið heldur til Tékklands á morgun til þess að leika fyrsta leik sinn í undankeppni HM 2019. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans völdu í dag 13 leikmanna hóp sem mun halda út, sem og leika annan leik liðsins gegn Búlgaríu heima í Laugardalshöllinni þann 27. næstkomandi.

 

Miklar breytingar eru á hópnum frá því á Eurobasket í sumar en 6 leikmenn koma inní 13 manna hópinn sem ekki voru með á því móti. 

 

Einn nýliði er í hópnum, en það er Tómas Þórður Hilmarsson úr Stjörnunni. Pavel Ermolinski og Jón Arnór Stefánsson gátu ekki farið með liðinu vegna meiðsla. Þá gáfu Hörður Axel Vilhjálmsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ekki kost á sér í þetta verkefni. 

 

Þeir Elvar Már Friðriksson og Ægir Þór Steinarsson fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að taka þátt í þessu verkefni. 

 

Axel Kárason og Tómas Þórður Hilmarsson hafa komið inní hópinn frá því 12 manna hópur var tilkynntur fyrir 10 dögum. 

 

Landsliðshópinn má sjá í heild sinni hér að neðan en viðtöl við þjálfara og leikmenn liðsins koma á Karfan.is síðar í dag. 

 

 

Lið Íslands:

Axel Kárason

Brynjar Þór Björnsson

Haukur Helgi Pálsson

Hlynur Bæringsson

Jakob Örn Sigurðarson

Kári Jónsson

Kristófer Acox

Logi Gunnarsson

Martin Hermannsson

Ólafur Ólafsson

Sigtryggur Arnar Björnsson

Tómas Þórður Hilmarsson

Tryggvi Snær Hlinason