Ísland leikur sinn annan leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld kl. 19:45 þegar liðið tekur á móti Búlgaríu í Laugardalshöll. Fyrsta leik keppninnar tapaði Ísland fyrir Tékklandi ytra síðasta föstudag, því mikilvægt fyrir liðið að koma til baka í kvöld og verja heimavöllinn.
13 manna hópur var valinn upphaflega fyrir verkefnið, en þar sem að bæði Tryggvi Snær Hlinason og Brynjar Þór Björnsson voru fjarri góðu gamni, þurftu þjálfarar ekki að velja þá 12 sem voru með í síðasta leik, þar sem liðið spilaði með aðeins 11 leikmenn. Í kvöld eru Brynjar og Tryggvi þó báðir í hóp liðsins og samkvæmt heimildum verður það Axel Kárason sem verður fyrir utan hóp í leiknum.
Lið Íslands gegn Búlgaríu:
Brynjar Þór Björnsson
Haukur Helgi Pálsson
Hlynur Bæringsson
Jakob Örn Sigurðarson
Kári Jónsson
Kristófer Acox
Logi Gunnarsson
Martin Hermannsson
Ólafur Ólafsson
Sigtryggur Arnar Björnsson
Tómas Þórður Hilmarsson
Tryggvi Snær Hlinason