Fjórða umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Í Hertz Hellinum í Breiðholti taka heimamenn í ÍR á móti Njarðvík. ÍR unnið síðustu 8 leiki í deild á heimavelli, en það er lengsta sigurhrina nokkurs liðs í deildinni. 

 

Tveir leikir verða í beinni útsendingu í kvöld. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti Keflavík í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en á Akureyri mæta Þórsarar liði Hattar í beinni útsendingu Þór Tv á netinu.

 

Þá taka nýliðar Vals á móti grönnum sínum, meisturum KR á Hlíðarenda.

 

Einn leikur er í 1. deildinni. Þar er suðurlandsslagur þegar FSu tekur á móti Gnúpverjum í Iðu á Selfossi. Bæði lið farið nokkuð hægt af stað þetta tímabilið og því verður væntanlega um hörkuleik að ræða.

 

Hérna er staðan í Dominos deild karla

Hérna er staðan í fyrstu deild karla

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

 

ÍR Njarðvík – kl.19:15
 

Valur KR – kl.19:15
 

Þór Akureyri Höttur – kl.19:15 í beinni útsendingu Þór Tv
 

Haukar Keflavík – kl.19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
 

1. deild karla:

FSu Gnúpverjar – kl.19:15