Höttur tapaði fyrir ÍR fyrr í kvöld í 2. umferð Dominos deildar karla. Karfan heyrði í þjálfara þeirra, Viðari Erni Hafsteinssyni, eftir leik.

 

Hérna er meira um leikinn

 

 

 

Það er kannski ekki svo hræðilegt að tapa fyrstu tveimur leikjunum en þeir hafa tapast frekar illa. Eruð þið einfaldlega með nógu gott lið til að eiga séns í deildinni?

Já! Við töpuðum fyrstu tveim leikjum með einhverjum 20 stigum. Við eigum bara svolítið í land, vorum að fá nýjan Kana og erum að bulla full mikið. Ég hef fulla trú á því að þetta komi en við þurfum að vera betur fókuseraðir í leikjum.

 

Já, og hvernig líst þér á nýja Kanann?

Hann á smá í land eins og liðið, við sýnum því smá þolinmæði. En þetta snýst auðvitað ekki bara um einn Kana, við erum allir bara aðeins rangt stilltir og við nýtum bara æfingar í framhaldinu til að lagfæra hluti og gera betur.

 

Það eru jú bara tveir leikir búnir og spilamennskan gæti lagast með tímanum?

Já ég hef trú á því að hún muni gera það.

 

 

 

Viðtöl / Kári Viðarsson