Eftir æsispennandi leik sigruðu Valur í Brauð og Co. Höllinni þar sem Höttur tók á móti þeim. Leikurinn var nokkuð jafn út allan leikinn og bæði lið voru með 44 stig í hálfleik. Eftir fjóra leikhluta var staðan 89-90 og Ragnar Gerald átti tvö skot til þess að annaðhvort sigra eða jafna leikinn. Hann klúðraði fyrsta skotinu en setti niður seinna skotið til þess að jafna leikinn. Leikurinn fór þá í framlengingu þar sem Valsarar höfðu af sigurinn.

  

 

 

Þáttaskil

Leikurinn var ótrúlega spennuþrunginn og ekkert lið náði góðu forskoti yfir hitt. Valsliðið spilaði háa pressu en höttur komst mikið inn í teiginn þar sem Mirko Virijevic brilleraði, hann endaði með 29 stig og 18 fráköst. Aaron Moss barðist einnig hart í leiknu þar sem hann setti niður 7 af 10 vítaköstum sínum og endaði leikinn með 35 stig 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Höttur double-teamaði frekar mikið í leiknum og Valur fengu oft úr því opin skot þar sem Austin Bracey fór á kostum frá þriggja stiga línunni skjótandi 55% nýtingu. Hann endaði með 30 stig. Höttur skaut aðeins 56% frá vítalínunni eða 17/30 sem kostaði þá mikið. Höttur Endaði einnig með fleiri fráköst og stoðsendingar en Valur en það virðist ekki hafa verið nóg.

 

Hetja leiksins var klárlega Urald King. Hann endaði með 29 stig, 17 fráköst og 3 stoðsendingar. Hann átti risastóra "and-one" körfu þegar seint var liðið á leikinn og var einnig með 100% vítanýtingu eða 11/11. Þessi sterki leikmaður var martröð Hattar því hann fór illa með þá undir körfu þeirra og varnar leikur hans var einnig stórmagnaður þar sem 15/17 fráköstum hans voru varnarfráköst.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Bæði lið voru með 40% nýtingu á skotum sínum þetta kvöldið Höttur hitti 36/89 en Valur aðeins 31/77 það sem skilaði val þessum sigri var hvaðan þessi nýting var en hittu þeir 10/26 eða 38% 3ja stiga skota sinna og 27/39 eða 69% vítaskota sinna sem skilaði þeim mikilvægum stigum á mikilvægum tímapunktum í leiknum.  

 

Kjarninn

Í þessum leik mættust lið sem hafa ekki unnið leik í deildinni eftir 2 umferðir og vissu bæði lið að nú var komið að því að annað liðið gripi í sinn fyrsta sigur. Leikurinn var fremur jafn en leiddi Valur fyrsta leikhlutan og alveg þanngað til 4 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta þá fór höttur að taka í taumana og fundu örugga leið í gegnum hápressuvörn Vals og vakti það baráttuna í lið Hattar sem vann yfirburða mikið af fráköstum og skaut töluvert meira en það dugði þeim ekki þar sem boltinn vildi ekki ofan í. Valsmenn voru duglegir að refsa Hetti fyrir hver einustu misstök og svöruðu ávallt fljót á móti og létu Hattarmenn vinna fyrir því að koma boltanum ofan í körfuna sem skilaði sér í enda framlengingar þegar Hattarmenn voru útkeyrðir.

  

Tölfræði leiks

 

Viðtöl: