Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Utah Jazz

 

Heimavöllur: Vivint Smart Home Arena

Þjálfari: Quinn Snyder

 

Helstu komur: Ricky Rubio, Ekpe Udoh, Donovan Mitchell.

Helstu brottfarir: Gordon Hayward, George Hill, Boris Diaw.

 

 

Utah Jazz fara inn í leiktíðina með gríðarlega mikið breytt lið. Þeir misstu sinn besta leikmann til Boston í sumar í Gordon Hayward, George Hill fór til Sacramento Kings og þeir bættu svo við sig Ricky Rubio til þess að skapa áhugavert vagg og veltuteymi með hinum fáránlega armlanga Rudy Gobert. Það er flott lið í Salt Lake City, en vesturdeildin er svo ógnarsterk að engin verður úrslitakeppnin þetta tímabilið.

 

Styrkleikar liðsins munu fyrst og fremst felast í varnarleik sem fá lið í NBA geta snert. Rudy Gobert ere inn allra besti varnarmaður deildarinnar, hreyfanlegur á löppunum með ofboðslega langar hendur. Ricky Rubio er sjálfur góður varnarmaður sem og menn eins og Joe Ingles, Derrick Favors og Ekpe Udoh. Liðið er einnig vel rútínerað og þar á þjálfarinn Quinn Snyder mikinn heiður skilin. Jazz liðið býr að því að geta unnið leiki á vörninni einni saman, ekki mörg lið í NBA deildinni sem geta það.

 

Veikleikarnir liggja hinum megin á vellinum, sóknarlega vantar liðinu skyttur auk þess sem lykilmenn hafa verið gjarnir á að meiðast. Gordon Hayward er einnig farinn á brott, en hann hafði verið potturinn og pannan í flestum sóknaraðgerðum Jazz-manna. Ef Joe Johnson er ekki að eiga góðan leik, hver tekur þá af skarið í lok leikja?

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Ricky Rubio
Rodney Hood
Joe Ingles
Derrick Favors
Rudy Gobert

 

 

Fylgstu með: Rudy Gobert. Frakkinn er einn albesti varnarmaður deildarinnar og nú er að sjá hvort sóknarleikurinn fylgi með.   

Gamlinginn: Joe Johnson (37) er enn með töfra í fingrunum þegar að kemur að körfum í lok leikja.

 

 

Spáin: 42–40 – 10. sæti

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9.

8.

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.