ÍR sigraði Njarðvík í æsispennandi leik í Hertz hellinum í kvöld 82-79, og var það níundi deildarleikurinn í röð sem Breiðhyltingar vinna á heimavelli. Annar háspennuleikur var á Akureyri en þar sigruðu heimamenn Hött 93-85 og KR rétt slapp með skrekkinn gegn nýliðum Vals á Hlíðarenda 73-80. Keflvíkingar sigruðu Hauka naumlega á Ásvöllum 87-90.