Í kvöld munu snillingarnir í Körfuboltakvöldi hita upp fyrir Dominos deild kvenna sem hefst á morgun. Í þættinum mun Stefán Árni Pálsson sem stýrir þættinum í fjarveru Kjartans Atla ásamt sérfræðingunum Signý Hermannsdóttur og Ágúst Björgvinssyni fara yfir öll liðin og spá í spilin. 

 

Þátturinn hefst kl 20:00 á Stöð 2 Sport og verður í beinni útsendingu á Vísir.is.