Á þessum fallega sunnudegi heldur körfuboltinn áfram. Einn leikur fer fram í Grindavík þar sem Þór Þorlákshöfn mætir í heimsókn í baráttunni um suðurstrandaveginn. Um frestaðann leik er að ræða þar sem veikindi í herbúðum Þórs komu í veg fyrir að leikurinn færi fram síðasta föstudag. 

 

Í Borgarnesi fer fram tvíhöfði. Karlaliðið fær Fjölni í heimsókn fyrst um daginn en kl 19:15 fer fram Vesturlandsslagurinn í Dominos deild kvenna. Skallagrímur og Snæfell mættust nokkrum sinnum á síðasta tímabili og var ávalt hiti og stemmning á leikjum liðanna. 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla: 

 

Grindavík – Þór Þ í Mustad höllinni kl 19:15

 

Dominos deild kvenna: 

 

Skallagrímur – Snæfell í Fjósinu kl 19:15

 

1. deild karla:

 

Skallagrímur – Fjölnir í Fjósinu kl 16:00

 

ÍA – Hamar á Vesturgötu kl 19:15