Í kvöld lýkur fjórðu umferð í Domino´s-deild karla með tveimur leikjum. Þór Þorlákshöfn leitar að sínum fyrsta sigri í deildinni þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Icelandic Glacial höllina kl. 19:15 og þá mætast Grindavík og Tindastóll í Röstinni kl. 20:00.

Þrír leikir eru svo á dagskránni í 1. deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15 en þar mætast Hamar og Breiðablik í Frystikystunni í Hveragerði, Vestri fær Fjölni í heimsókn á Ísafjörð og ÍA tekur á móti Skallagrím í Vesturlandsslag að Vesturgötu.

Staðan í Domino´s-deild karla

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 3/1 6
2. KR 3/1 6
3. ÍR 3/1 6
4. Haukar 2/2 4
5. Tindastóll 2/1 4
6. Stjarnan 2/1 4
7. Grindavík 2/1 4
8. Njarðvík 2/2 4
9. Þór Ak. 2/2 4
10. Valur 1/3 2
11. Þór Þ. 0/3 0
12. Höttur 0/4 0

Mynd/ Jóhann Árni Ólafsson og Grindvíkingar taka á móti Tindastól í kvöld í Mustad-Höllinni.Sigurlið leiksins tyllir sér á topp deildarinnar með Keflavík, KR og ÍR.