Spænsku meistararnir  léku sinn annan leik í Euroleague á tímabilinu í gær gegn tyrkneska liðinu Anadoul Efes. Valencia sem tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Khimki Moscow náði í góðan sigur á heimavelli gegn tyrkjunum í gær.

 

Tryggvi Snær Hlinason hefur verið í hóp Valencia í síðustu leikjum og kom inná í fyrsta sinn í Euroleague í gær um miðbik annars leikhluta. Villuvandræði Bojan Dubljevic gerðu það að verkum að Tryggvi lék meira en búist var við en innkoman virtist koma Tryggva sjálfum meira á óvart en nokkrum öðrum. 

 

Tryggvi var ekki lengi að setja sín fyrstu stig í keppninnni en í fyrstu sókn Valencia eftir að hann kom inná fékk hann tvö vítaskot. Tryggvi gaf þá  góða boltahindrun og rúllaði sterkt að körfunni en varnarmaður Efes braut á honum áður en hann setti boltann í körfuna. Bárðdælingurinn setti að sjálfsögðu bæði vítaskotin ofan í og er því kominn á blað í sterkustu deild evrópu. 

 

Auk þess að skora tvö stig á sex mínútum sem hann lék var hann með eitt frákast og einn varinn bolta. Varnarlega lenti Tryggvi í nokkrum vandræðum með miðherja Efes Vladimir Stimac en honum tókst þó að verja einn bolta og ná að staðsetja sig ágætlega eftir því sem leið á. Hindranir Tryggva og hreyfanleiki leit enn betur út í leiknum og því ljóst á þessum sex mínútum að þessi efnilegi leikmaður er enn að bæta helling í sinn leik. 

 

Valencia spilar gegn öðru Spænsku liði í næstu umferð Baskonia í næstu umferð. Leikurinn fer fram þann 25. október á heimavelli Baskonia.