Spænska ACB deildin hófst í gær með nokkrum leikjum en flest Íslensk augu beinast að Spánarmeisturum Valencia þar sem Tryggvi Snær Hlinason leikur. 

 

Liðið hefur gefið út að Tryggvi hefur verið valinn í 12 manna leikmannahóp Valencia sem mætir Real Betis í fyrsta leik spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Valencia vann á dögunum meistarakeppni Spánar einnig sem var mjög sterk keppni og er Tryggvi því búinn að landa sínum fyrsta bikar með liðinu. 

 

Nokkur meiðsli eru í herbúðum Valencia sem gerir það að verkum að Tryggvi er í leikmannahópnum í dag. Sagt var frá því í upphafi að Tryggvi myndi hefja leik með varaliði Valencia og vinna sér sæti í aðalliðinu en spennandi verður að sjá hvort Tryggvi fær tækifæri með liðinu þegar meiðslin hrjá liðið.

 

Valencia vann leikinn 90-80 og kom Tryggvi ekki við sögu i leiknum. Erick Green var stigahæstur með 29 stig en Valencia hóf þar með meistaravörn sína á góðum sigri.