Tindastóll tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð Maltbikarsins í Síkinu í kvöld.  Tindastóll hafði farið fremur illa af stað í deildinni og tapað fyrsta deildarleiknum heima og mikil spenna í loftinu í Síkinu.  Með frábærum fyrri hálfleik lögðu heimamenn grunninn að mikilvægum sigri en hann hafðist þó ekki þrautalaust.

 

Þáttaskil
Það væri auðvelt að benda á meiðsli Jesse Pellot-Rosa sem þáttaskil í leiknum en Þórsarar voru síst verri án hans því aðrir stigu upp.  Þáttaskilin urðu einfaldlega í fyrri hálfleik þegar Tindastóll stakk af og leiddi 52-29 í hálfleik.  Það var munur sem Þórsarar náðu ekki að brúa þrátt fyrir góðan vilja.

 

Tölfræðin lýgur ekki
Tindastóll var yfir í langflestum þáttum tölfræðinnar og tóku t.d. 45 fráköst á móti 33 hjá Þór.

 

Hetjan
Antonio Hester fór fyrir heimamönnum með 21 stig og 9 fráköst auk þess sem Pétur Rúnar, Arnar og Caird áttu allir fínan leik.  Hjá gestunum var Adam Eiður Ásgeirsson einna mest áberandi og átti skínandi leik.

 

Kjarninn
Tindastóll er einfaldlega með miklu sterkara lið en Þór og þeir sýndu það í kvöld.  Þrátt fyrir að Þórsarar hafi náð að krafsa í bakkann þá var 23 stiga munur í hálfleik allt of stórt bil til að brúa.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

 

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna

Mynd: Arnar Björnsson átti fínan leik í kvöld.