Tindastóll tók á móti grönnum sínum frá Akureyri í Norðurlandsslag í Síkinu í kvöld.  Leikurinn var hraður og skemmtilegur en Stólarnir voru töluvert sterkara liðið og lönduðu sanngjörnum sigri.

Þáttaskil 

Gestirnir voru yfir í byrjun en eftir að Tindastóll jafnaði í 11-11 snemma leiks sigldu þeir framúr og voru yfir það sem eftir var.  Gestirnir héldu muninum nálægt tíu stigum þangað til seint í þriðja fjórðung þegar Chris Caird setti risaþrist og fékk skot að auki sem hann setti niður, staðan 72-55 og leikurinn svo gott sem í höfn.

 

Tölfræðin lýgur ekki
Tindastóll rústaði frákastabaráttunni og tóku 52 fráköst á móti 35 hjá Þór.  Þar af náðu Stólar að rífa niður 19 sóknarfráköst. 

 

Hetjan
Pétur Rúnar átti stórleik og endaði með 17 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar auk þess að stela 3 boltum.  Arnar Björnsson var stigahæstur heimamanna með 20 stig.

 

Kjarninn
Tindastóll er einfaldlega með miklu sterkara lið en Þór og þeir sýndu það í kvöld.  Þórsarar sýndu mikla baráttugleði en mættu ofjörlum sínum í kvöld.  Þó má ekki gleyma að minnast á frábæra stuðningsmenn Þórsara sem fjölmenntu yfir Öxnadalsheiðina og hvöttu sitt lið allt til enda, þar höfðu gestirnir líklega vinninginn

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun, myndir / Hjalti Árna

Mynd: Hester skilar einni troðslu