Tindastóll sigraði Val með 73 stigum gegn 69 í 2. umferð Dominos deildar karla. Með því náði Tindastóll í sinn fyrsta sigur í vetur á meðan að nýliðar Vals þurfa enn að leita.

 

 

Það voru heimamenn í Val sem að byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta 18-9. Undir lok fyrri hálfleiksins kemst Tindastóll meira inn í leikinn, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru heimamenn þó 10 stigum yfir, 38-28.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins eru liðin nokkuð jöfn. Valur heldur þó enn í 10 stiga forystu sína eftir þrjá leikhluta, 64-54. Í lokaleikhlutanum má þó segja að botninn hafi hrunið úr leik heimamanna. Tapa leikhlutanum með 14 stigum, 5-19 og fer svo að lokum að Tindastóll sigrar með 4 stigum, 69-73.

 

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Illugi Steingrímsson með 14 stig, 2 fráköst og stoðsendingu á 22 mínútum spiluðum. Á meðan að fyrir Tindastól var það Antonio Hester sem dróg vagninn með 31 stigi og 13 fráköstum á 33 mínútum spiluðum.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Myndir / Torfi Magnússon