Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Úrslit í þeim að mestu eftir bókinni þar sem að Tindastóll, Grindavík, ÍR og Njarðvík unnu sína leiki. Grindavík og ÍR því enn án taps í þessum fyrstu tveimur umferðum og þar af leiðandi við topp deildarinnar.

 

Þá fór fram síðasti leikur þriðju umferðar Dominos deildar kvenna þegar að Njarðvík tpaði fyrir Stjörnunni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær, en var frestað vegna þess að það vantaði allt heitt vatn í Ljónagryfjuna.

 

Einn leikur fór fram í 1. deild karla. Breiðablik rétt hafði FSu í Iðu á Selfossi. Breiðablik því enn á toppi deildarinnar með þrjá sigurleiki og ekkert tap.

 

Staðan í Dominos deild karla

Staðan í Dominos deild kvenna

Staðan í 1. deild karla

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild karla:

Valur 69 – 73 Tindastóll
 

ÍR 88 – 64 Höttur
 

Grindavík 90 – 80 Haukar 
 

Þór 74 – 78 Njarðvík 
 

 

Dominos deild kvenna:

Njarðvík 55 – 90 Stjarnan 
 

 

1. deild karla:

FSu 82 – 87 Breiðablik