Heimasíðan Eurospects.com fylgist með efnilegum leikmönnum um Evrópu, fjallar um þá og segir frá stöðu þeirra á leikmannamarkaðnum.
Auk þess heldur síðan úti lista yfir 75 efnilegustu leikmenn hvers árangs frá 1999-2001. Til að mynda er efstur á lista af leikmönnum fæddum árið 1999 Luka Doncic evrópumeistari með Slóveníu og leikmaður Real Madrid.
Tveir íslenskir leikmenn eru á listanum fæddir árið 2000. Það eru þeir Sigvaldi Eggertsson leikmaður Fjölnis og KR auk Hilmars Smára Henningssonar leikmanns Hauka. Báðir eru þeir á yngra ári í U18 landsliðinu sem átti ágætt mót á Evrópumótinu í sumar. Þeir eru í lykilhlutverkum hjá U18 landsliðinu og eru farnir að banka hressilega á dyrnar í meistaraflokkum síns liðs. Hilmar og Sigvaldi eru númer 50-75 á listanum.
Á listanum yfir leikmenn fædda árið 2001 er einn Íslendingur en það er Veigar Áki Hlynsson leikmaður KR. Hann var með U16 landsliðinu í sumar en árgangurinn 2001 er ansi sterkur og ekki ólíklegt að fleiri íslensk nöfn birtist á þessum lista innan tíðar. Veigar er líkt og Hilmar og Sigvaldi númer 50-75 á listanum.
Síðan Eurospects er haldið uppi af viðurkenndum NCAA njósurum. Stjórnandinn heitir Bronek Wawrzynczuk og hefur fylgst með evrópskum körfubolta í mörg ár og fundið leikmenn þaðan fyrir Bandarísk háskólalið.
Listana má finna í heild sinni hér: